Ferðin okkar suður gekk vel, þó hún tæki 9-10 tíma akstur. Veðrið syðra var hinsvegar lítið betra yfir hátíðirnar, þó ekki hafi orðið ófært á milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Við borðuðum öll saman hjá Bergþóri og co á aðfangadagskvöld, en hjá okkur í Mánatúni 3 á jóladag. Strákarnir voru duglegir að spila en við Jóhanna pússluðum eitt 1000 kubba pússl. Við skruppum í Hafnarfjörð og röltum um Hellisgerði og ókum út á Álftanes og fleira. Rut Finnsd kom í heimsókn með maka og 2 börn og við röltum líka um nágrennið þegar viðraði til útiveru, sem var flesta dagana.
No comments:
Post a Comment