Wednesday, August 21, 2019

Varmadæla og ýmis útiverk...

Rúnar tók þá ákvörðun að setja upp varmadælu fyrir efri hæðina og reyndist það heilmikið rask. Opna þurfti gat á útvegg stofunnar til að koma lögnunum inn í blásarann, en dæluna sjálfa setti hann undir svalirnar. Vonandi á hún eftir að reynast vel í vetur þegar kólnar, en hún heldur þokkalega notalegu inni, þó það rigni og óvenju svalt sé núna miðað við sumartíma hér !
Ýmis verk þarf að vinna utandyra á sumrin, bæði garðvinnu og snyrtingu og því nóg að gera ef veður leyfir, sem sjaldan hefur verið þetta sumarið, því miður :(
Að hreinsa illgresi frá gangstéttarhellunum er árleg vinna og kominn var tími á að mála/fúaverja svalir og tröppur. Loksins tókst að klára svalirnar, en spurning hvort tröppurnar þurfa að bíða næsta sumars eins og fleira?
Eftir hreinsun og háþrýstispúl saltaði Rúnar í rifurnar, en það dugði stutt :(
                                               Varmadælan í skjóli undir svölunum...
                                              Blásarinn sem settur var á útvegg í stofunni...
                  Hálfnað er verk þá hafið er. Búið að pússa svalirnar og fúavörnin hafin....

No comments: