Ýmis verk þarf að vinna utandyra á sumrin, bæði garðvinnu og snyrtingu og því nóg að gera ef veður leyfir, sem sjaldan hefur verið þetta sumarið, því miður :(
Að hreinsa illgresi frá gangstéttarhellunum er árleg vinna og kominn var tími á að mála/fúaverja svalir og tröppur. Loksins tókst að klára svalirnar, en spurning hvort tröppurnar þurfa að bíða næsta sumars eins og fleira?
Eftir hreinsun og háþrýstispúl saltaði Rúnar í rifurnar, en það dugði stutt :(
Varmadælan í skjóli undir svölunum...Blásarinn sem settur var á útvegg í stofunni...
Hálfnað er verk þá hafið er. Búið að pússa svalirnar og fúavörnin hafin....
No comments:
Post a Comment