Wednesday, August 21, 2019

Heimferð um suðurland...

Þegar við komum heim frá Noregi, ókum við suðurleiðina austur, því það rigndi svo mikið fyrir norðan. Við kíktum við hjá Reyni "bónda" á Selfossi og fórum þaðan með 2 gamlar hálfbrunnar stílabækur og ljóðabókina Oddrún eftir Hákon A. sem ég las fyrir okkur á heimleiðinni :)
Samt sér maður alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð...
                        Þessa nýju stálstyttu af Þór með hamarinn mátti sjá við Vík í Mýrdal.
                           Tugir af brjóstahöldurum héngu þarna á girðingum án skýringa ???
                      Gömul brú sem ekki er notuð lengur, því fljótið flutti sig á nýjan stað ...
                                       Fallegar ljósmyndir  nýuppsettar við Jökulsárlónið :)

No comments: