Við lentum í hitabylgju einu sinni enn og 30 stiga hita flesta daga og miklum þurrkum, svo eldhætta var mikil og bændur í vanda vegna heyskorts. En við fórum víða þessa daga og dvöldum m.a. í sumarhúsi skammt frá Kristiansand, en þangað fórum við líka í heimsókn til vinnuveitanda Mo.
Við heimsóttum Þröst og co og svo var frænkuhittingur hjá Jóhönnu. Einnig fórum við í 2 skemmtigarða, klifurgarð og dýragarð auk þess sem við týndum ber, söftuðum o.m.fl....
Í heimsókn hjá Þresti mági og Birnu konu hans í Oslo.
Við Jóhanna með frænkunum sem búa í Noregi, Sivu, Ingunni og Gígju.
Heimsókn í skemmtigarð í Noregi, þar sem hægt er að æfa og prófa ýmsar jafnvægislistir...Talsvert var um norsk tröll af ýmsu tagi í þessum skemmtigarði...
Heimsókn til vinnuveitanda Mo, sem bauð okkur í grillveislu í garðinn sinn...
Þetta er mynd af vinnuveitanda Mo og framhlið á sveppabók sem hann gaf út...
No comments:
Post a Comment