Wednesday, August 15, 2018

Theodórs afa míns minnst á Bjarmalandi

Stjórn Fálkasetursins ákvað að halda minningarstund um Theodór afa á Bjarmalandi og var dagurinn valinn sunnudaginn 12. ágúst. Góða veðrið var með okkur og það mættu yfir 40 manns sem hlýddu á upprifjun Gulla Benna á lífshlaupi afa og áhugamálum hans. Við Rúnar og Siggi mættum fyrir hönd minnar stórfjölskyldu. En Gurrý og Gulli Benni sáu að mestu um þetta og tóku við dótinu sem ég var með úr fórum afa (stafina hans, töskuna, spariföt og fleira).
Dauði minkurinn var hafður til sýnis og allir skrifuðu í gestabókina áður en þeir fóru.
Ákveðið var að láta smíða nýja útihurð fyrir Lambafellsleiguna sem á að duga fyrir kostnaði.



No comments: