Thursday, September 12, 2013
Grillhátíð á Seyðisfirði
Hin árlega grillhátíð á Seyðisfirði var haldin að venju í ágúst, en viku fyrr en venjulega að þessu sinni og var það bara ágætt að flýta henni. Keppt var um skemmtilega skreytta garða og fleira og víða mátti sjá skemmtilegar skreytingar. Við Rúnar vorum bara tvö að þessu sinni og nutum samvista við Dóru Kristínu og Kristján á grillsvæðinu, sem var sameiginlegt öllum bæjarhlutum að þessu sinni...
Mærudagar á Húsavík
Rúnar dvaldi í 6 vikur í sumar með Gullver í slipp á Akureyri. Ég fór því 2 helgar norður til að geta eytt þeim með honum og var þar svo alla Mæruvikuna ásamt Diddu systur. Við fórum saman út að borða og nutum veðurblíðunnar og þeirra atriða sem boðið var uppá ,eins og ýmsar sýningar, markaður, vísnakvöld og fleira. Mannfjöldi í bænum hefur trúlega tvöfaldast a.m.k. enda öll tjaldstæði full og mikið líf og fjör. Húsavíkurfall var grænt eins og okkar bæjarhluti, reyndar var allt meira og minna grænt þessa góðu daga.
LungA 2013
Það var sumarblíða hér í mest allt sumar og ekki síst þegar LungA hátíðin var haldin á hefðbundum tíma í júlí. Sólþyrstir gestir og heimamenn nutu blíðunnar eins og enginn væri morgundagurinn og málverk spruttu upp á mörgum veggjum, ekki síst út við Norðursíld...
Nokkrir sumargestir :)
Það var býsna líflegt hér um tíma í sumar þegar afkomendur okkur og aðrir gestir komu og dvöldu mislengi. Jóhanna Björg kom í vor með börnin sín í eina viku og Eiríkur og Auður mætti með sín börn á sama tíma. Svo mættu nokkrir gestir sem ekki hafa gist hér áður eins og Guðrún Ólafsdóttir sem átti heima hér á Seyðisfirði á síldarárunum. Einnig systurnar Björg og Fríða frá Húsavík. Ekki má ég heldur gleyma Gulla Benna frænda mínum og vini hans sem gistu hér eina nótt á leið til Færeyja. Fleiri mætti telja, en ég gleymdi að taka myndir af sumum gestunum og læt þetta því nægja, enda nóg annað sem gerðist hér í sumar :)
Subscribe to:
Posts (Atom)