Lion hélt Landsþing sitt hér á Seyðisfirði á vordögum og var þá mikið um dýrðir og mikil vinna á bakvið þetta fjölmenna mót. Ég hitti nokkra Húsvíkinga eins og við mátti búast og við í kórnum sungum fyrir gestina á aðalkvöldinu og öll gistirými í bænum voru bókuð, svo eitthvað sé nefnt :)
Friday, June 26, 2015
Leikskólinn Sólvellir 40 ára !
Leikskólinn Sólvellir hélt upp á 40 ára starfsafmælið á vordögum og tókst það með ágætum eins og við mátti búast.
Bókasafnið vorið 2015.
Það voru ýmsi verkefni í gangi hjá mér á bókasafninu síðari hluta vetrar. Ég hélt áfram að bæta við hillum í geymsluna og grisja gamlar bækur þangað inn. Til að fjölga hillunum á safninu, þá keypti ég 2 samstæður undir fræðibækurnar og gat flutt til eina hillusamstæðu, svo meira pláss varð til.
Svo var aðal salurinn á safninu málaður, því ekki hafði unnist tími til þess þegar hinir 2 hlutar safnsins voru teknir í gegn fyrir fáum árum og allt þrifið í hólf og gólf, líka gömlu myndirnar á veggjunum. Fastir liðir voru svo vikulegar heimsóknir leikskólabarnanna og gekk það vel með einni smá undantekningu, þegar þau veltu afgreiðsluborðinu á hliðina, en það fór allt vel, sem betur fer :)
Subscribe to:
Posts (Atom)