Vorið var kalt en ég setti samt niður útsæði og gulrætur á venjulegum tíma. Þrátt fyrir sólarlítið og svalt sumar, þá lítur út fyrir sæmilega uppskeru, því skjólið í kössunum skiptir máli.
En gróðurhúsið var lengi að rísa, mest vegna þess að Rúnar var svo upptekinn á sjónum. En að lokum tókst að klára það eins og til stóð og nú standa vonir til að það verði að gagni næstu árin við uppvöxt á ýmsum plöntum :)