Sunday, August 16, 2015

Gróðurhús og fleira ...!

Vorið var kalt en ég setti samt niður útsæði og gulrætur á venjulegum tíma. Þrátt fyrir sólarlítið og svalt sumar, þá lítur út fyrir sæmilega uppskeru, því skjólið í kössunum skiptir máli.
En gróðurhúsið var lengi að rísa, mest vegna þess að Rúnar var svo upptekinn á sjónum. En að lokum tókst að klára það eins og til stóð og nú standa vonir til að það verði að gagni næstu árin við uppvöxt á ýmsum plöntum :)




Norðurferð og Mærudagar á Húsavík

Við urðum samferða Diddu systir og hennar fjölskyldu norður og áttum þar góða daga saman á Mærudögum. Veðrið var nokkuð gott og þröngt máttu sáttir sitja í Hlíð. Við hittum marga góða og gamla vini og ættingja og hlökkum til að koma aftur norður, því þetta var of stutt stopp fannst mér !
Litla Guðrún Ásta hennar Rebekku var að koma norður í fyrsta sinn og undi sér bara vel með elskan litla :)





Sonarsonur fæddur í Reykjavík !

Þann 22. júlí fæddist 17 marka myndarlegur sonarsonur á fæðingardeild Landspítalans og gekk fljótt og vel, loksins þegar hann fór af stað. Á meðan við biðum nutum við samvista við sonardótturina Nínu Björgu sem sannarlega lífgar upp á tilveruna með nærveru sinni :) Hún er mjög dugleg að borða og það var gaman hjá okkur í Húsdýragarðinum og róló og víðar og svo söng hún og dansaði fyrir okkur afa í 60 ára gömlum kjól af Sollu ömmu !!!





Ekið suður á land !

Bergþór sonur okkar og barnsmóðir hans og sambýliskona áttu von á barni í kringum 20. júlí, svo við drifum okkur suður til að vera nærstödd þegar litli maðurinn kæmi í heiminn.
Veðrið var óvenju gott á leiðinni (miðað við sumarið hér eystra) og ég alltaf með myndavélina á lofti, enda nóg af fallegu og áhugaverðu myndefni sem segir meira en mörg orð :)