Það bætist alltaf við í garðfuglahópinn hjá okkur, næstum daglega.
Nú eru komnar 3 silkitoppur og 2 starar sem leggja alveg undir sig eplin,
en svartþrestirnir 4 og hettusöngvararnir hafa nú samt fengið bita af og til.
Skógarþrestirnir eru hinsvegar flestir lagðir af stað af landi brott....!
Kúhegrinn á Hánefsstöðum er sestur að í fjósinu hjá kúnum ;)