Friday, May 11, 2018

Nú eru flestir farfuglarnir mættir og sumir farnir að verpa. En ekki hefur mér tekist að finna nein hreiður nema eitt andahreiður og eitt gæsahreiður sem búið var að taka egg úr. Engin hettumáfsegg ennþá og veit ekki hvar þeir verpa núna? En það virðist lítið æti fyrir máfa núna, því þeir eru alltaf að leita að æti hér heima í görðunum og stela brauðendum sem maður setur út fyrir smáfuglana :(



Upplýsingar um séreignalífeyrir m.a. á þessari slóð !

https://www.lsr.is/sereign/spurt-og-svarad/

Sunday, May 06, 2018

Ruslatínsludagurinn 5. maí 2018

Bæjarbúar tóku sig saman og tíndu rusl í bænum og kringum fjörðinn á björtum sólardegi og fengu svo vöfflukaffi að því loknu. Munurinn er mjög sjáanlegur, því nú er allt plastruslið horfið, sem áður hékk í runnum og víðar um allan bæ og fjörur orðnar hreinar !
Áður vorum við Rúnar búin að tína rusl meðfram Fjarðará og uppi hjá Hrútahjalla, úti á V-eyri og Eyrum o.fl....




Önd bjargað !

Á vikulegum fuglarúnti okkar Rúnars komum við auga á önd sem var föst við "ból" á sjónum. Hún hafði einhvernveginn flækst í böndum sem héngu úr flotholtinu niður í sjóinn og henni var því dauðinn vís. Við gátum ekki hugsað okkur að vita hana deyja þarna ósjálfbjarga, fórum og sóttum gúmmíbát sem við eigum og þeir feðgar, Siggi og Rúnar björguðu henni og það gekk vel :)




Heimsókn Boga, Bergþórs + Nínu

Bergþór okkar og Nína Björg dóttir hans komu í heimsókn á síðasta vetrardag og gistu 4 nætur. Það var mjög ljúft að fá þau aðeins til okkar og við fögnuðum sumri saman :)
Einnig kom Bogi Ara í heimsókn og var ótrúlega duglegur að sitja fyrir flækingsfuglunum og mynda þá. Hann hafði aldrei fyrr náð að mynda hettusöngvara og fjallafinkur !




Slóð á myndir Eyjólfs Jónssonar

http://ljosmyndasafn.reykjavik.is/fotoweb/archives/5000-Heim/?q=sau%C3%B0f%C3%A9%20and%20sey%C3%B0is*%20and%20eyj%C3%B3lfur