Sunday, January 26, 2020

Risjótt tíð en lítill snjór !

Á hverju hausti árum saman hefur mig dreymt fyrir veðráttu komandi vetrar.
Í haust dreymdi mig draum sem ég þýddi á þann veg, að veturinn framundan yrði snjóléttur.
Hingað til hefur þetta ræst, þó tíðin sé búin að vera óvenju risjótt og umhleypingasöm.
Ýmist er jörð hálf auð en inn á milli hellist yfir hvít snjóþekja sem veldur leiðinda hálku þegar snjórinn bráðnar :(


Jólablómið !

Fyrir og um hver jól blómstra nóvember- og jólakaktusarnir og oft hef ég að auki keypt jólarós eða önnur blómstrandi jólablóm. Fyrir jólin 2018 keypti ég rauða Riddarastjörnu (lauk) sem blómstraði svo fallega 2 stönglum um hátíðarnar. Ég bjóst ekki við að þetta endurtæki sig að ári, en varð mjög glöð þegar það gerðist, þó það væri ekki fyrr en í lok jólanna. Þá bætti laukurinn um betur og kom með 5 blóm á annan stilkinn og 6 blóm á þann síðari, en slíkt hefur aldrei gerst í þá áratugi sem ég hef átt Riddarastjörnulauka. Þegar best lætur koma 4 blóm á hvern stilk !