Friday, February 14, 2020

Vont veður um allt land !

S.l. sólarhring hefur allt snúist um djúpa lægð sem er á leið yfir landið með miklu hvassviðri og úrkomu. Víða hafa orðið skemmdir, þó minna en búast mátti við, vegna góðs undirbúnings.
Við hér eystra höfum sloppið nokkuð vel, hér er alvanalegt að fá svona vetrarveður, þó að sunnlendingar hafi oft sloppið vel.
En í gærkvöld var List í ljósi hér í bæ (flýtt um sólarhring vegna vondrar veðurspár) og læt ég nokkrar minningamyndir frá þessu friðsæla kvöldi fljóta hér með !



Myndir af fæðingum o.fl...

https://www.hun.is/faedingar-verdlaunamyndir-2020/?fbclid=IwAR1XEM2lgTOpK51CQx_RU8KVjJyexF3kY33p86FAWYQAuFtjSKtu5tH4g98

Tuesday, February 04, 2020

Rúnar enn í uppskurð !

Það gengur á ýmsu í lífinu, en misjafnt hvernig heilsa fólks er. Rúnar minn hefur fengið sinn skerf af uppskurðum um æfina og enn bættist við ein aðgerð, því hann stíflaðist alveg og ældi því litla sem hann gat borðað. Jón Sen læknir á Norðfirði skar í burtu samgróninga og lagaði fleira sem ekki var í lagi, en bataferlið hefur tekið lengri tíma en við reiknuðum með. Vonum samt að þetta sé á lokametrunum, svo hann fari að komast heim 🔃
14.02.2020.  Nú er vika síðan ég sótti minn mann til Norðfjarðar og hefur honum heilsast vel síðan !