Friday, November 26, 2021

Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi !

❤ Síðdegis í gær gengum við 25+ manns í Ljósagöngu gegn kynbundnu ofbeldi sem var vel sótt og gengið frá kirkjunni og yfir að Skaftfelli. Það er sorglegt að mannkynið skuli enn vera á svona lágu plani að karlmenn víðast hvar í heiminum skuli beita konur bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi í stað þess að koma fram við þær eins og jafningja, sem þær að sjálfsögðu eru❤






Veturinn farinn að sýna klærnar !

 Það hefur verið ansi blautt veðurfar hér í haust og lítið um snjó, en nú er þetta að breytast og frost orðið daglegt brauð. Við fáum því trúlega hvít jól í þetta sinn ?




Uppskerustörfin loksins kláruð !

 Ég ákvað að breiða plast yfir gulrótabeðið í haust þegar fór að kólna og snjóa til að geta geymt gulræturnar sem eftir voru sem allra lengst í moldinni og það gekk vel. En núna í nóvember þegar vel viðraði, þá dreif ég mig í að klára að taka upp restina og fékk ljómandi góða uppskeru.



Dísa Bergs látin !

Þann 8. okt. 2021 lést Þórdís Bergsdóttir á Seyðisfirði, en hún var í 2 áratugi eins og mamma okkar allra sem vorum í Sáló og mættum vikulega heim til hennar á Öldugötuna (Herinn) og áttum þar saman margar góðar hugleiðslu og samverustundir sem ég er þakklát fyrir að eiga góðar minningar um. Við fórum líka saman á námskeið og í tvær ferðir norður í land, sem var líka mjög skemmtilegt <3 

Ég var beðin um að skanna allt myndasafnið hennar fyrir stuttu og voru það tæpar 2000 myndir, sem gaman var að skoða og geymi afrit af þeim !