Það var heppilegt að enginn var á ferðinni út á Strönd þegar stór grjóthnullungur féll úr Strandartindi niður á skemmuvegginn utan við Norðursíld og gataði hann. Enn eru verndarvættirnir að gæta okkar <3
Sunday, January 23, 2022
Ekkert Þorrablót í ár eins og í fyrra vegna Covid
Þar sem Covid veiran hefur ætt eins og stormsveipur um heiminn og Íslendingar fengið sig fullsadda af henni, þá var ekkert Þorrablót hér núna á 1. degi Þorra, ekki frekar en í fyrra. En margir héldu upp á Bóndadaginn með því að borða þorramat og það gerðum við að þessu sinni :)
Fuglatalning dróst en tókst vel og mikill fjöldi fugla !
Fuglatalningin hjá Rúnari og Bogga tókst vel þann 14. jan. og óvenju mikið um fugla, enda veður gott og loðnuskipin mætt með metafla af loðnu í bræðsluna sem máfar og fleiri sóttu mikið í. Ég sá um að skrá skýrsluna og senda til NÍ, eins og venjulega. Var líka búin að senda Gunnlaugi Péturssyni flækingsfuglaskýrslur ársins ásamt myndum af þeim flestum.
Nýárið hófst með stórhríðardögum og inniveru !!!
Fresta þurfti árlegri fuglatalningu um nokkra daga, vegna ótíðar og hvassviðris fyrstu daga ársins 2022. En sem betur fer stóð það ekki lengi og frost og hláka tóku að skiptast á frá degi til dags. Afmælisdagurinn minn var skástur til að byrja með. Verst þótti mér hinsvegar
að smáfugla flækingarnir sem voru hjá okkur flúðu undan gráþröstunum sem yfirtóku fóðurstaðina hjá okkur í garðinum. En ég kúrði mest inni við lestur 😃
Jól, afmæliskaffi og áramót !
Að þessu sinni vorum við bara 3 hér um jól og áramót, Rúnar, Siggi og ég. Það var því rólegt og nógur tími til að lesa, enda fékk ég óvæntar bókajólagjafir. En veðrið var líka þokkalegt og því var hægt að skreppa í fuglaskoðun af og til. Við fórum líka í afmæliskaffi til Kristrúnar, en Veigar Örn átti afmæli sem þau héldu uppá milli hátíðanna og þar hittist stórfjölskyldan um stund, enda ekkert Covid hér. Áramótin voru aðeins háværari núna en fyrir ári síðan, en samt minni hávaði en oftast áður !
Friday, January 14, 2022
Slóð á netmyndir úr ferðalögum o.fl.
Slóð á netmyndir úr ferðalögum og fjölskyldumyndir eru á þessari slóð
https://www.flickr.com/photos/sollasig54/
Slóð á Egyptaland, Akurhringi + fleira
https://www.youtube.com/watch?v=jkza8Zffv0s
http://visindi.is/category/menning-og-saga/oleystar-gatur/
Ath. og skoða á Youtube : Pane Andov = https://www.youtube.com/results?search_query=pane+andov
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/53904/