Það hefur tvisvar gerst nú í vor, að hagamýs hafa vakið óskipta athygli okkar. Í fyrra skiptið fór ein þeirra inn í fóðurbúr smáfuglanna og borðaði þar fuglafóður ásamt Glóbrystingi og Þresti. En í seinna skiptið kúrði mús á gangstéttinni þar sem sólar naut um stund og flúði ekki þó ég kæmi nærri henni og tæki nokkrar myndir, hún hefur trúlega verið veik greyið, aðra skýringu kann ég ekki ?
Glói flúði úr búrinu þegar músin mætti :)Hagamúsin sá mig, en kúrði bara áfram !