Meðan Harpa stoppaði hjá okkur, þá gerðum við ýmislegt saman, m.a. fórum við upp í Óbyggðasetrið og sáum að því hefur verið breytt mikið frá því við komum þar síðast. Ég skrapp líka með hana niður í Öldutún og heilsuðum uppá eldri íbúa bæjarins sem þangað mættu. Fórum í bíltúra um fjörðinn og göngutúr með Binnu inn í Fjarðarsel og síðast en ekki síst að skoða fornleifauppgröftinn við Fjörð.
Thursday, August 31, 2023
Monday, August 21, 2023
Slóð á gamlar Sf-myndir Steingríms Kristinssonar frá Sigló
https://sites.google.com/site/skolsig/hver-er-sidhueigandinn/sildarverksmidhjurnar/seydhisfjoerdhur/myndir-sey%C3%B0isfj%C3%B6r%C3%B0ur?fbclid=IwAR3t5Snf9nhuYsISU6K-teIngMmmFmkFRRyg7ymDwAXIyuGW6DABYEkQEBs
Sunday, August 20, 2023
Gleðigangan þetta árið !
Hin árlega GLEÐIGANGA var farin að þessu sinni 12. ágúst 2023 og var fjölmenn, miðað við fjölda íbúa í bænum og virtist fara mjög vel fram í alla staði...
Heimsóknin til Noregs 2023.
Við heimsóttum dóttur okkar og barnabörn í Noregi og vorum dugleg að skoða nýja staði og heimsækja ættingja og vini. Tíndum líka heilmikið af bláberjum og nutum dvalarinnar. En flugið til Íslands tók 3 sólarhringa, vegna þess að Icelandair vélin sem við áttum að fara með heim, bilaði og allt varð stopp !
Friðsöm mótmæli gegn laxeldi í sjó...
Seyðfirðingar tóku sig til og efndu til friðsamlegra mótmæla gegn fyrirhuguðu laxeldi hér í firðinum, sem 75% íbúa er alfarið á móti. Við mættum ásamt fjölda fólks og mynduðum þessi orð og dróni sendur á loft til að mynda þessi þöglu mótmæli. Vonandi hefur þetta jákvæð áhrif og hindrar yfirganginn sem okkur hefur verið sýndur hingað til...
Varnargarðar og skipakomur !
Unnið hefur verið nær alla daga í sumar við snjóflóðavarnargarðana ofan við Ölduna og mikill hávaði og ónæði af þess völdum, ekki síst þegar sífellt er verið að bora og sprengja klettana. Svo hefur bærinn verið fullur af ferðafólki flesta daga í sumar, enda 1-3 skip hér daglega með þúsundir farþega. Vonandi verður þetta ekki svona á hverju sumri næstu árin, þá verður óverandi hér til lengdar, því miður :(
Heimsókn í Jónshús !
Mér var boðið í heimsókn í Jónshús, en þangað hafði ég aldrei komið inn fyrir dyr og fékk að ganga um allt og skoða, en hafði því miður enga góða myndavél meðferðis. Þarna mátti sjá margt gamalt og forvitnilegt dót og veggmyndir sem gaman hefði verið að eiga afrit af :)
Héraðsrúntur með Boga og Hönnu !
Bogi og Hanna komu austur í sumar og við drifum þau með okkur upp á Hérað til að skoða m.a. Dalahellir og Háreksstaðavígið og heilsuðum upp á Gísla í Dölum í leiðinni...
Heimkeyrslan lagfærð að hluta til !
Rúnar fékk þá bræður Ingvar og Jón Arnór til að hreinsa svolítið til í heimkeyrslunni og til stóð að gera betur, en hefur ekki ennþá komist í verk að skipta um jarðveg og leggja slitlag þarna eins og þarf...
Fornleifauppgröfturinn gengur vel !
Fornleifauppgröftur ofan við Fjörð hófst aftur í byrjun sumars og hefur gengið vel, því mikið hefur fundist af alls konar perlum og fleiri smáhlutum á svæðinu í sumar og mun ekki klárast í ár !
Árleg ruslatínsla !
Eins og árlega var ruslatínsludagur hér á Seyðisfirði og þá tíndum við marga fulla poka og fylltum kerru á vegum bæjarins. En aðra daga tíndum við líka rusl eins og við höfum gert á hverju vori s.l. ár...
Ljósmyndasýning Þrastar í Reykjavík !
Þröstur mágur setti upp ljósmyndasýningu af dýralífinu í Namibíu og nágrenni og við drifum okkur suður á húsbílnum og hittum þar stóran hluta af Namibíu ferðahópnum og var það mjög gaman. Svo nutum við samveru með barnabörnunum og heilsuðum uppá helstu ættingja og vini áður en við héldum aftur heim á leið...
Hefðbundin viðkoma á Húsavík !
Við skruppum til Húsavíkur áleiðis til Rvk, til að fara á ljósmyndasýningu Þrastar af dýralífinu í Namibíuferðinni okkar og slógum auðvitað lóðina í leiðinni...
Árlegur fundur í kirkjumiðstöðinni við Eiða !
Árlegur sóknarnefndarfundur í kirkjumiðstöðinni á Eiðum var á sínum stað og ég næstum búin að gleyma honum :)
Illgresi allstaðar í vorblíðunni undanfarið !
Illgresið hringum kirkjuna var orðið óþolandi mikið, svo við Dodda tókum okkur til og hreinsuðum það mesta og versta framan við kirkjuna og ég tók svo beðin við runnana og veitti ekki af....
Golfáhuginn kviknaður fyrir alvöru !
Í lok maí var Rúnar aftur kominn á fullt í golfinu og fór með Mikka flesta morgna í golfkaffi og síðan í æfingahring með Bogga um völlinn...
Óvæntur gestur !
Í kringum 20 maí, tókum við Rúnar upp rússneskan strák, Roman Sokolof sem vantaði gistingu og fékk hann að vera hjá okkur í nokkrar nætur, á meðan hann kláraði það verkefni sem hann vann við.