Það var sól flesta daga og hiti á milli 20-30 gráður alla daga. Við sátum því talsvert í sólinni, en vorum líka dugleg að fara í gönguferðir og skoða alla hluta svæðisins, auk þess sem við tókum strætó til Mas Palomas, Mogan og Las Palmas. Við heimsóttum Doddu Kjerulf og hittum marga Seyðfirðinga og Íslendinga, þar af nokkra sem tengdust okkur á einn eða annan hátt. Fórum í minigolf og sáum slatta af betlurum og staði þar sem útigangsfólk hélt til. Fórum oft til Harry´s og á markaðinn og gátum núna skoðað kirkjuna sérkennilegu þar í nágrenninu.
Saturday, February 03, 2024
Þriggja vikna dvöl á Bull hotel Victoria á Gran Canaria !
Þetta Bull hótel var vel staðsett á Playa del Ingles og gestir að mestu leyti eldri borgarar. Við vorum staðsett á 7. hæð með gott útsýni yfir garðinn, þar sem fjöldi fólks var frá morgni til kvölds. Þarna var tónlist og dans í garðinum öll kvöld og skemmtiatriði innan dyra sömuleiðis. Í byrjun síðustu vikunnar vorum við látin færa okkur í aðra eins íbúð á sömu hæð, þar naut sólar lengur og meira næði ❤
Ökuferð norðurleiðina til Rvk, gist á H-vík 31-12-2023 til 1-1-2024.
Á gamlaárskvöld 2023 fórum við til Húsavíkur, gistum þar og héldum svo til Rvk á nýársdag, áleiðis í flug til Gran Canaria í tilefni af 70 ára afmæli mínu.
Subscribe to:
Posts (Atom)