Um þetta leiti eru liðin 50 ár frá því að Leikskólinn Sólvellir á Seyðisfirði hóf starfsemi sína, en þá var ég búin að vera hér í bænum í hálft ár. Íbúum bæjarins var boðið til veislu og margir mættu, m.a. tugur af fyrri starfskonum leikskólans og er ég ein úr þeirra hópi.
Friday, October 18, 2024
Sunday, October 13, 2024
VÁ - félag um vernd Seyðisfjarðar !
Í gærkvöld bauð Vá -félag um vernd fjarðar, stuðningsfólki sínu í Herðubreið í tilefni af því að tekin var upp viðburður varðandi vernd fjarðarins gegn yfirgangi og ásælni norskra laxeldismanna. Mættu þangað nokkrir gestir eins og Ómar Ragnarsson sem flutti það skemmtilega rímaða tölu yfir heimafólki og gestum sem voru líklega í kringum 200 manns. Tóku viðstaddir undir eftirfarandi: "Stöndum vörð um Seyðisfjörð, við eigum aðeins eina jörð." En fyrst var boðið uppá fordrykk og léttan kvöldverð og svo mætti Benni Hemm Hemm og flutti söng og tónlist ásamt nokkrum heimamönnum og gestum. Sýnd var vídeó og dróna-upptaka af ljósabandi sem lá yfir fjörðinn... Drónaupptakan m.a. frá Sigga B. syni okkar 💕
Saturday, October 05, 2024
Snjóflóðavarnargarðarnir !
Nú er búið að byggja 3 risastóra SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐA undir Bjólfinum og gott útsýni ofan af þeim yfir bæinn. Við skruppum uppá þann nýjasta og ég tók þar nokkrar myndir fyrir stuttu !