Friday, February 28, 2025

SÓLARFRÍ Í SKAMMDEGINU !

 

Til að stytta langan, dimman og kaldan vetur, þá ákváðum við að skreppa til Kanarý í 3 vikur eins og fyrir ári síðan og dvöldum aftur á sama Victoria (Bull) hótelinu í fullu fæði í herbergi 822 á efstu hæð. Við hittum marga Íslendinga sem við þekktum og fleiri sem við þekktum ekki.
Vorum dugleg að fara daglega í gönguferðir og sóla okkur þess á milli. 
Fórum líka oft á minigolfvöllinn að hitta fólk og ná í bækur til að lesa !