Monday, June 23, 2025

Fugla-ungar eru hér út um allt í kringum okkur þessa dagana !

 Nú eru allskonar ungar komnir á kreik, hjá gæsum, æðarkollum og skógarþröstum svo eitthvað sé nefnt. 2 skógarþrastahreiður a.m.k. eru hér við húsið og ungar úr þeim komnir á kreik í garðinum hjá okkur <3 




Dauður hvalur kom með Norrænu til Seyðisfjarðar !

 19. júní mætti Norræna með dauðan skíðishval framan á stefninu. Hann var fjarlægður og siglt með hann út úr firðinum, því hann var víst ekki ætur...



Tuesday, June 17, 2025

Heimsókn Bergþórs og barna hans til Seyðisfjarðar !

 Fárra daga dvöl Bergþórs, Nínu og Dodda hjá okkur á Seyðisfirði eftir dvölina á Húsavík. Ýmislegt var skoðað, því veðrið var býsna gott og göngutúrar farnir, spilað og fundið uppá ýmsu <3





Hittingur á Húsavík og sitt lítið af hverju þar um slóðir !

 Við fórum til Húsavíkur í byrjun júní til að hitta þar Bergþór og börnin hans sem komu norður stuttu á eftir okkur. Við notuðum dagana vel, fórum í veiðitúr í Bjarmaland og kíktum í Ásbyrgi og fundum auk þess býsna stórt dáið lamb, sem hefur líklega orðið viðskila við móður sína í hretinu um daginn ? <3 




Sandlóuhreiður séð í fyrsta sinn !

 

Við höfum aldrei fyrr séð Sandlóu-hreiður og eggin þeirra, þau eru pínulítil <3