Í gær og nótt snjóaði í logni og í allan dag var logn og fallegt veður, svo að Seyðisfjarðarbær var eins og eitt stórt jólakort á að líta. Það hafa vafalítið margir farið á stúfana með myndavél til að fanga eitthvað af öllum fallegu móttífunum sem blöstu við allt um kring. Nú er aðeins rúm vika til jóla, svo að vonandi verða allir komnir í notalegt jólaskap þegar 24. des. rennur upp, en þá verð ég vonandi komin í faðm fjölskyldunnar sem öll er sunnan heiðar að þessu sinni og þar ætlum við að eyða komandi jólum. Gleðilega hátíð !
3 comments:
Takk fyrir þessar fallegu Seyðisfjarðarmyndir Solla mín, einmitt það sem mig vantaði :) Vonandi hefur ekki allur snjórinn horfið í hlákunni undanfarið. Hér hefur verið frostþoka og hrímuð tré á morgnana, bara nokkuð jólalegt! Hafið það gott fyrir sunnan, jólakveðja frá Cambridge.
Húrra, þetta virkaði ;)
Takk fyrir kortið! Hafið það gott um áramótin, kveðja frá Cambridge.
Post a Comment