Eftir vinnu s.l. föstudagskvöld renndi ég norður til Húsavíkur í heimsókn til foreldra minna. Mamma var búin að dvelja heila viku á sjúkrahúsinu en var á leið heim aftur eftir ótal rannsóknir. Sem betur fer er heilsa hennar á batavegi, þó hægt gangi og má þakka fyrir það.
Veður var gott alla helgina og ekkert mál að skreppa þessa 3ja tíma ferð á milli, ef undan er skilin smá hálka á nokkrum stöðum, eins og Hólasandi á bakaleiðinni og á Jökuldalsheiðinni í báðum leiðum. En mikill munur er að aka þessa leið í kolniðamyrkri eða í dagsbirtu, því maður verður hálf stjarfur að horfa stanslaust í 3 tíma á vegstikurnar og miðlínuna á veginum, auk þess sem það er fremur óþægilegt að vera sífellt að mæta bílum með háu ljósin á, sérstaklega öllum stóru flutningabílunum sem ég átti ekki von á að mæta svo seint á föstudagskvöldi uppi á fjöllum.
Þetta blogg er fyrsta tilraun eftir tengingu við nýjan aðgang gegnum Google sem ég vona að geri mér auðveldara fyrir að senda á netið, bæði myndir og fréttir.... ég ætla að reyna að koma mynd af Hverfjalli hér með - sjáum hvernig fer !
Veður var gott alla helgina og ekkert mál að skreppa þessa 3ja tíma ferð á milli, ef undan er skilin smá hálka á nokkrum stöðum, eins og Hólasandi á bakaleiðinni og á Jökuldalsheiðinni í báðum leiðum. En mikill munur er að aka þessa leið í kolniðamyrkri eða í dagsbirtu, því maður verður hálf stjarfur að horfa stanslaust í 3 tíma á vegstikurnar og miðlínuna á veginum, auk þess sem það er fremur óþægilegt að vera sífellt að mæta bílum með háu ljósin á, sérstaklega öllum stóru flutningabílunum sem ég átti ekki von á að mæta svo seint á föstudagskvöldi uppi á fjöllum.
Þetta blogg er fyrsta tilraun eftir tengingu við nýjan aðgang gegnum Google sem ég vona að geri mér auðveldara fyrir að senda á netið, bæði myndir og fréttir.... ég ætla að reyna að koma mynd af Hverfjalli hér með - sjáum hvernig fer !