Monday, March 05, 2007

Erfitt tíðarfar





Veðurfarið hér hefur verið með eindæmum undanfarið, það skiptast á örfáir blíðudagar eins og í gær (sjá seinni mynd) og hríðarveður eins og í dag (sjá fyrri mynd) sem dregur úr manni alla löngun til útiveru. Samt verð ég að viðurkenna að ég kýs frekar að hafa vetur á veturna og sumarveður á sumrin og væri sátt ef veðurfarið væri þannig í raun og veru. En okkar óútreiknanlega veðrátta er auðvitað ekki þannig, því miður. Mér finnst hún reyna ansi mikið á þolinmæði fólks, ekki síst þegar líða tekur á veturinn. Maður verður bara að umbera einn dimman dag í einu, brosa og halda í vonina að sólin sjáist næsta dag...!
Aths: Ég setti snjómyndina af trjánum inn á eftir sólarmyndinni af Bjólfinum, en samt fór hún framfyrir. Ég ætla að lofa þessu að vera svona, leiðrétti bara textann í samræmi við það og vona að þetta fari sína leið á vefinn án frekari vandræða...

No comments: