Monday, December 29, 2008
Jólaheimsóknir
Mikið eru jóladagarnir alltaf fljótir að líða. Ég ætla alltaf að vera svo dugleg, lesa heilmikið og njóta samvista við alla ættingjana. Oft fer þó of mikill tími í matarstúss og lestur jólabókanna situr venjulega á hakanum, sérstaklega í þetta sinn.
Jóladegi eyddum við í Keflavík með Jóhönnu og fjölskyldu og fengum okkur hressingartúr í köldu en fallegu veðri. Adam fannst mjög gaman að leika sér í snjónum, þó lítill væri og lék á alls oddi.
Á annan héldum við til Hafnarfjarðar og borðuðum svínahamborgarann hans Sigga Birkis hjá Diddu og Rúnari B. og áttum þar notalegar samverustundir. Kvöldinu lukum við með baði í heita pottinum í Hafnarfirði.
Á 3ja í jólum var svo komið að fjölskylduboðinu hjá Ellu, þá mættum við með eftirréttina sem komu í okkar hlut...(3 skálar af fromage og 3 föt af súkkulaði-rjómabollum sem hurfu fljótt ofan í öll börnin). Þarna mættu nokkrir tugir af nánustu ættmennum Rúnars og allir voru frískir og hressir og mikið stuð og spjallað fram á kvöld.
Sunnudagskvöldinu eyddum við svo hjá Guðrúnu og Hjalta Þóris við notalegt spjall og skoðuðum myndarlega handavinnu frúarinnar og myndasafn húsbóndans. Hluti af gömlu myndunum fékk að fljóta með okkur austur, því það kemur til með að enda hér á safnahúsinu.
Allt voru þetta yndislegir frídagar og meira borðað en æskilegt hefði verið. Svo að nú tekur vonandi við meiri hreyfing og minna át.
Já, við erum semsagt komin aftur heim í dalinn djúpa og tekin til við okkar daglegu störf. Syni okkar höfum við hér í heimsókn fram yfir áramót, en eftir það hefst síðasta skólaönnin hjá mér og þar með bíð ég hækkandi sólar og vorkomu með tilhlökkun...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæl elsku Solla. Þú hefur aldeilis haft það gott með fólkinu þínu, en alltaf er best að koma heim. Við vorum að klára að borða og erum bara þrjú í kvöld, danski sonurinn var hér, hann flýgur svo út eftir hádegi á morgun, hin börnin vorum í öðrum veislum. Hafðu það sem allra best og takk fyrir ljúf endurnýjuð kynni á árinu. Verðum sem oftast í bandi. þín Ásdís
Post a Comment