Thursday, November 24, 2011

Sjaldséðir flækingar !





Það er misjafnt eftir árstíma og veðri hversu mikið af flækingsfuglum kemur hingað og hvort við sjáum þá eður ei. Fyrir ca. 3 vikum komu um borð í Gullver í sama túrnum bæði Hettusöngvari og Keldusvín og Rúnar náði myndum af þeim.
Tveim túrum síðar kom svo þessi fallega Brandugla um borð sem væntanlega er nú komin upp á Hérað með Gulla vélstjóra sem tók myndina af henni. Óvíst er um hvort hún lifir, því hún vildi ekkert éta þessa daga sem hún dvaldi um borð. Loks hafa svo verið hér 3 rússneskar (austrænar) Blesgæsir sem eru frekar sjaldséðar hér á landi. Þær hafa haldið til út við Dvergastein s.l. 2 vikur í félagsskap við Grágæsina sem er heimagangur þar á bæ. Ég fékk lánaða þessa mynd frá Gulla sem er betri en mínar myndir af gæsunum, enda vantar mig betri aðdráttarlinsu til að ná góðum myndum af fuglum. Góðum myndum af fuglum nær maður varla nema með góðum græjum :)

1 comment:

Asdis said...

Flottar myndir af þessum flækingum.