Saturday, February 16, 2013

Prinsessa fædd 15. febrúar 2013.

Klukkan hálf fjögur aðfaranótt 15. febrúar fæddist 16 marka hraust og myndarleg stúlka á fæðingardeildinni í Reykjavík. Hún er frumburður foreldra sinna, Hildar Ingu Þorsteinsdóttur og Bergþórs Þorsteinssonar yngri sonar okkar Rúnars. Til allrar Guðs lukku heilsast bæði dóttur og móður vel og allt hefur gengið eðlilega það ég best veit og við bjóðum þessa yndislegu litlu dömu velkomna í heiminn til okkar og óskum henni allra heilla í framtíðinni og munum fylgjast með henni eins og við getum... :)  Knúz og kossar frá ömmu og afa <3 p="">

Viskubrunnur á sínum stað :)

Hin árlega spurningakeppni Viskubrunnur sem nemendur Seyðisfjarðarskóla og aðstandendur sjá um, er nú í gangi og hef ég lokið þátttöku minni, þar sem við stöllur í Kirkjukórnum töpuðum með litlum mun eftir tvöfalda keppni og erum alveg sáttar það. Þessi keppni er fyrst og fremst skemmtun sem margir taka þátt í til að skapa fjármagn fyrir elstu bekkina sem fara í skólaferðalag áður en grunnskóla lýkur. Hver man ekki eftir því að hafa verið ungur og þurft á aðstoð að halda :) ?

Þreytandi veðurfar í vetur


Þessi vetur byrjaði fyrr en venjulega eða snemma í september og gengið hefur á með leiðinda veðráttu allar götur síðan. Það hefur að vísu ekki verið mikill snjór, en hann hefur verið óvenju blautur, miklar rigningar og hálkur á milli hríðar og frostkaflanna og mikil ófærð og Fjarðarheiðin óvenju mikið lokuð.
Nú þegar styttist í að sólin fari að sjást eftir 4 mánaða fjarveru úr bænum, þá vonar maður að það vori vel og snemma :)