Monday, June 03, 2013

Nína Björg skírð !




Þann 20. maí (á Annan í Hvítasunnu) var Nína Björg Bergþórsdóttir skírð í Hafnarfjarðarkirkju og gekk það allt mjög vel. Hún var skírð í kjólnum sem ég saumaði þegar ég var 18 ára gömul í Húsó og öll mín börn voru skírð í ásamt fleiri börnum. Fjölskylduveislan var í safnaðarheimilinu við hlið kirkjunnar, svo þetta gat ekki verið þægilegra. Við hjálpuðumst að við að gera allt klárt og fjölskylda og vinir Hildar sáu um veitingarnar, en við Rúnar hjálpuðum til eins og við gátum og nutum þess að fá tækifæri til að hitta ættingja og vini sem annars hefði ekki verið tími til að sjá, því við vorum á förum aftur austur daginn eftir, enda þurfti Rúnar að fara beint á sjóinn og ég í mína vinnu. Um kvöldið var slappað af í heita pottinum eftir góðan dag..!

No comments: