Tuesday, April 29, 2014

Til athugunar !

Á slóðinni hér fyrir neðan má finna umsögn sem maður setur "spurningarmerki" við en ég vil ekki afskrifa eða hundsa, heldur skoða og athuga betur !!!

http://www.healthyfoodhouse.com/amazing-herb-kills-98-cancer-cells-just-16-hours/

Sunday, April 13, 2014

Farfuglar og vor í lofti !





Í 2-3 vikur breyttist tíðin skyndilega og snjórinn hvarf úr bænum, farfuglar mættu í hópum og blómin sprungu út bæði utan og innan dyra. En auðvitað var páskahretið eftir, en það gekk fljótt yfir og vonandi fáum við nú endanlega VOR hér eftir, svo fuglar og gróður skaðist ekki frekar :)

Héraðsfundur á Eiðum




Ég fór eins og venjulega með Grétari Einars á hina árlegu héraðssamkundu í kirkjumiðstöðina á Eiðum. Þessi fundur var óvenju málefnalegur og ekki eins þreytandi og stundum hefur verið. Það skemmdi heldur ekki að ég hitti þar óvænt frænku mína, sem ég vissi reyndar ekki að væri skyld mér, en það er Sólveig Lára nafna mín sem er vígslubiskup á Hólum. En hún og pabbi eru þremeningar og að sjálfsögðu fylgdi Gylfi Jónsson konu sinni, en við röbbuðum m.a. um sumarbúðirnar á Vestmannsvatni sem nú eru ekki lengur notaðar, vegna hárra krafna um húsnæði á staðnum.

Ro-sham-bo gefur út Albúm Seyðisfjörður




Ro-Sham-Bo hópurinn fékk bæjarbúa til að senda inn fallegar myndir frá Seyðisfirði, sem valið var úr og gefin út falleg ljósmyndabók "Albúm Seyðisfjörður" sem fallegur minjagripur fyrir ferðafólk að kaupa eftir heimsókn til bæjarins. Þar sem við Rúnar og Siggi áttum myndir í bókinni, þá fengum við 2 eintök á mann fyrir framlagið og ætlum að nota þær til gjafa :)

Uppskeruhátíð LungA skólans !





Listaháskóli unga fólksins sem tók til starfa á Seyðisfirði snemma árs 2014, hófst með mánaðar tilraunakennslu sem gekk vel að sögn aðstandenda og nemenda. Bæjarbúum var boðið að kíkja á uppskeruhátína og skoða í leiðinni nýuppgert húsnæði félagsins sem hefur verið tekið vel í gegn....

Fjölskyldumessa !




Lífleg fjölskyldumessa var næst á dagskrá og þar voru m.a. tilvonandi fermingarstrákar í hlutverki með kórnum og sumir yngri kirkjugestirnir voru heldur betur í essinu sínu :)

Heimferðin gekk vel !





Okkur tókst að tæma og þrífa íbúðina tímanlega og kvöddum hana með söknuði. En við fengum sól og blíðu alla leiðina heim aftur. Sáum líka mikið af hreindýrum og farfuglum á leiðinni, en einnig er mikið af eyðilbýlum á suðurleiðinni og flestar brýrnar eru einbreiðar, sem veldur stundum slysum, vegna óvarkárni ökumanna. Við fengum næstum því einn ungan ökumann framan á okkur þegar við vorum að komast yfir eina slíka brú :(

Helgardvöl syðra !





Við fórum beint til Bergþórs og co og nutum þar góðra veitinga, en sváfum svo innanum dótið sem við vorum að sortera og koma á vísan stað. Didda systir og Rúnar hjálpuðu okkur mikið með því að geyma dót fyrir Sigga okkar og  flytja dótið þeirra Jóhönnu og Mo til Keflavíkur og í leiðinni kíktum við á 2 söfn. Þau hýstu okkur svo síðustu nóttina áður en við ókum aftur austur. En við kíktum samt aðeins til Ellu mágkonu sem var að klára þetta fallega ullarteppi....!

Suðurferð !





Harpa mágkona ákvað að selja Austurgötu 21 og þar sem Bergþór og Hildur voru flutt út, þá lá fyrir að við létum kjallarann fara líka með til nýja eigandans. Við drifum okkur því suður þegar vel stóð á og vorum heppin með veður á leiðinni. Stoppuðum aðeins hjá gististaðnum Arnanesi og Þórbergssetri, en annars var ekið hvíldarlaust, nema tekið bensin og pissað ! Ég gleymdi að segja frá því að við ætluðum að fara norðurleiðina suður, en urðum að snúa við á Jökuldalsheiði vegna blindu og hríðarveðurs eins og sjá má á einni myndinni :)

Monday, April 07, 2014

Á þessari slóð er fallegt hekluteppi og sýnt hvernig farið er að :)

http://www.hun.is/laerdu-ad-gera-heklad-teppi-myndband/
Lærðu að gera heklað teppi – Myndband