Saturday, July 05, 2014

TRÚARJÁTNING BÓLU-HJÁLMARS

Ekki man ég lengur hvar ég fann eftirfarandi TRÚARJÁTNINGU BÓLU-HJÁLMARS.
En þrátt fyrir vandlega leit á netinu, hefur mér ekki tekist að finna þessa myndrænu játningu fátæka og bitra bóndans í Bólu sem giftist frænku sinni og varð að sætta sig við óblíð kjör langa ævi.
Ég fann hana ekki heldur í Ljóðmælum hans sem gefin voru út af Bókaútgáfu menningarsjóðs.
En ég er 100% sammála þessari skoðun Hjálmars Jónssonar sem kenndi sig við Bólu í Skagafirði, en hann var fæddur Þingeyingur í báðar ættir og ólst upp hjá vandalausum við Eyjafjörð.

TRÚARJÁTNING BÓLU-HJÁLMARS   

Rimamargur mun oss stigi sá,
frá duftinu til heilagleikans hæða,
hljótum taka margföld skipti klæða,

verðugir þar til verðum Guð að sjá.

No comments: