Wednesday, November 12, 2014

Árlegir flækingar !

Það er árlegt að hingað komi nokkur hópur flækingsfugla á haustin og eru það oft sömu tegundir, þ.e. svartþrestir, hettusöngvarar, glóbrystingar, gráhegrar, gráþrestir o.fl.
Undanfarið hafa ofannefndir fuglar mætt og verið mislengi. Það tekst ekki alltaf að ná myndum af þeim öllum, en oftast nær maður hluta þeirra á mynd.
Hér eru bæði karl og kvenfugl hettusöngvara og svartþrasta en að auki mætti stari sem er að vísu ekki flækingur á landsvísu, en hann er sjaldséður hér.








No comments: