Um síðustu helgi vildi svo vel til að Rúnar var heima í fríi og veðrið var nokkuð gott, svo við ákváðum að skreppa norður í smá veiðitúr og heilsa upp á ættingja og vini um leið og við mundum ganga frá Hlíð fyrir veturinn. Gunna frænka á Meiðavöllum var jarðsett þessa helgi og við kíktum í Garð á heimleiðinni, einnig kíktum við til Alla á Mánárbakka með dót sem ég vildi losna við og skoðuðum Nesgjá við Lón sem ég hef aldrei séð fyrr. Boddi frændi var á spítalanum eftir aðgerð og við Didda spjölluðum lengi við hann og Jóhann líka, auk Hillu og Gulla frænda. Allt gekk að óskum og hér koma nokkrar minningamyndir :)
No comments:
Post a Comment