Hreindýrin, líklega hátt í 100 stykki, hafa haldið til hér í firðinum í allan vetur. Þeim fjölgar ár frá ári og eru búin að skemma ansi mikið af lerkitrjánum hér í fjallshlíðunum. Stundum eru þau alveg niður í bæ og um tíma héldu þau til á túninu utan við Brattahlíðina.
Og nú er sólin aftur farin að sjást hér hjá okkur eftir 4ra mánaða fjarveru og það er þess virði að halda uppá það með sólarkaffi eins og árlega er gert hér um slóðir !
Sunday, February 21, 2016
List í Ljósi - Fagnað komu sólarinnar !
Ungt fólk á Seyðisfirði (líklega flest tengd LungA) stóð fyrir ljósahátíð hér dagana 19. og 20. febrúar. Á laugardagskvöldinu 20. var aðal viðburðurinn mikið og vel unnið ljósa"show" á framhlið kirkjunnar okkar. Einnig voru ýmiss konar ljósaviðburðir um allan bæ og gaman að fara á milli og sjá þá flesta. En á föstudaginn var m.a. kyrjað á gamlan hefðbundinn íslenskan hátt og var ég viðstödd æfingu um morguninn, en missti svo af öllu vegna vinnu eftir hádegið.
Nokkur sýnishorn fylgja hér með til minningar :)
Nokkur sýnishorn fylgja hér með til minningar :)
Thursday, February 18, 2016
Viskubrunni 2016 lokið !
Hin árlega keppni Viskubrunnur, sem grunnskólinn sér um til fjáröflunar fyrir skólaferðalög elstu bekkinga skólans, hefur verið í gangi s.l. vikur en lauk nú á þriðjudaginn 16. febrúar.
Sigurvegarar voru Skálanesmenn, sem sigruðu líka í fyrra og voru að vonum ánægðir með að halda titlinum. Leikskólakonur voru í öðru sæti og Lions í 3ja sæti.
Sigurvegarar voru Skálanesmenn, sem sigruðu líka í fyrra og voru að vonum ánægðir með að halda titlinum. Leikskólakonur voru í öðru sæti og Lions í 3ja sæti.
Sunday, February 07, 2016
Síldarárin á Raufarhöfn
Skráð viðtöl við heimamenn á slóðinni; http://www.hac.is/wp-content/uploads/2013/06/sildararin-skyrsla.pdf
Subscribe to:
Posts (Atom)