Hreindýrin, líklega hátt í 100 stykki, hafa haldið til hér í firðinum í allan vetur. Þeim fjölgar ár frá ári og eru búin að skemma ansi mikið af lerkitrjánum hér í fjallshlíðunum. Stundum eru þau alveg niður í bæ og um tíma héldu þau til á túninu utan við Brattahlíðina.
Og nú er sólin aftur farin að sjást hér hjá okkur eftir 4ra mánaða fjarveru og það er þess virði að halda uppá það með sólarkaffi eins og árlega er gert hér um slóðir !
No comments:
Post a Comment