Saturday, April 02, 2016

Námskeið og Fjarðarheiðin enn ófær !

Það var hálfgert aprílgabb að lenda í því 1. apríl að fá stórhríð á Fjarðarheiði, þó veður væri í lagi niður í byggð. Við lögðum af stað 4 starfkonur Seyðisfjarðarbæjar á námskeið á Egilsstöðum, en lentum í snarvitlausu veðri uppi á miðri heiði og sátum þar fastar í skafli sem sást ekki þegar hríðarkóf skall á bílnum.  Snjóplógurinn mokaði frá okkur og dró okkar lausar og við héldum svo í halarófu á eftir honum (ásamt 4 öðrum bílum) niður á Hérað og urðum þar veðurtepptar í sólarhring. Það fór ekki illa um okkur, en ósköp er það samt þreytandi að komast ekki leiðar sinnar á þessum tíma vegna ófærðar yfir þessa dæmalausu heiði, sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að grafa göng í gegnum. Okkur vantar bara ráðherra í ríkisstjórnina sem hefur dvalið hér og kynnst þessu, til að reka á eftir framkvæmdum, svo þetta fari nú að komast í verk !!!





No comments: