Ég hef lengi verið forvitin varðandi gamlar kornmyllur á Íslandi og leitað mynda og upplýsinga um þær, en lítið fundið og furðað mig á því. Svo datt mér í hug að skoða betur gamlar upplýsingar í "Búkollu" og fann þar heil ósköp af myllutilkynningum hér á Austurlandi. Það kom mér skemmtilega á óvart. Líklega hafa verið a.m.k. 5 myllur hér í Seyðisfirði og þar af eru fundnir steinar úr 4 þeirra, í misgóðu ástandi. Tveir vel með farnir steinar eru hér í garði frá Brimnesi og 2 extra stórir steinar eru nú komnir inn í Fjarðarsel eftir langa útiveru hér við rafstöðina. Loks eru svo nokkrir steinar hér í öðrum görðum, í misgóðu ástandi, en heilir samt.
No comments:
Post a Comment