Við höfum heimsótt Jóhönnu dóttur okkar og fjölskyldu árlega, síðan þau fluttu til Noregs fyrir rúmum 5 árum. Þau eru núna búsett á 3ja staðnum frá því við komum til þeirra fyrst. Þar sem þau eru núna má finna nokkra aldagamla grafhauga frá víkingatímanum og það er stutt til Gardemoen flugvallar og sá galli fylgir að flugvélahávaði er daglegt brauð alla daga. Þrátt fyrir það er mikið fugla og dýralíf í kringum þau. Hjartardýr hafa þau laðað heim með brauðgjöfum og sama má segja með alla fuglana sem eru þar daglega, að ógleymdum dásamlegum fiðrildum sem halda þar til. Ég var hinsvegar ekki eins hrifin af því að vera vakin kl 6 á morgnana af krákum sem gogguðu í gluggana til að biðja um meira brauð....!
En myndir segja meira en nokkur orð og ég læt þær tala.....
No comments:
Post a Comment