Ýmislegt hefur á dagana drifið og margt sem gleymist, en lífið gengur sinn vanagang með Bolludag, Öskudag, sprengidag og aðra daga eins og Downs-daginn. Ég geymdi svolítið af gulrótum í kassa í gróðurhúsinu sem ég tók upp fyrir nokkru og naut þess að borða þær (þó litlar væru). Svo sit ég flest kvöld og hekla barnateppi fyrir RKI fataverkefnið, Föt sem framlag, en við erum nýbúnar að útbúa 19 gjafapakka sem fara til Hvíta Rússlands, ásamt 10 eldri pökkum sem voru tilbúnir. Við Rúnar tæmum fatagáminn á 2ja vikna fresti og svo eru kóræfingar, messur og jarðarfarir, sem þýðir að alltaf er nóg að gera hjá mér :)
No comments:
Post a Comment