Saturday, August 12, 2017

Föt sem framlag !

Í mörg ár hef ég dundað við það á kvöldin að hekla (og prjóna) föt og teppi fyrir RKI barnafataverkefnið, Föt sem framlag. Hópurinn okkar hér á Sf. hefur að mestu leyti sent föt á yngstu börnin (0-1 árs) til Hvíta Rússlands. Ég set reglulega inn myndir á RKI vegginn, en ætla að setja hér sýnishorn, því þetta blogg er fyrst og fremst eins og minningabók sem ég geymi fyrir sjálfa mig :)





Myndir Willard Fiske

https://images.google.is/imgres?imgurl=https%3A%2F%2Ff.hypotheses.org%2Fwp-content%2Fblogs.dir%2F821%2Ffiles%2F2013%2F10%2FTj%25C3%25B6rninca1900FWWHowell.jpg&imgrefurl=http%3A%2F%2Fnordichistoryblog.hypotheses.org%2F1751&docid=PWP32Rzg-DUvbM&tbnid=k6LmcFwK_rPWaM%3A&vet=1&w=1130&h=811&source=sh%2Fx%2Fim#h=811&imgdii=k6LmcFwK_rPWaM:&vet=1&w=1130

Wednesday, August 09, 2017

Gönguferð á slóðir Bjarna-Dísu !

Þegar Rúnar kom í land, þá vildi svo vel til að veðrið var nokkuð gott, meira að segja sól á köflum, svo við ákváðum að fá okkur góðan göngutúr á slóðir Bjarna-Dísu, en Siggi var nýbúinn að fara þarna og var hrifinn af djúpu og fallegu gljúfri með nokkrum fossum á þessum slóðum.
Við urðum ekkert fyrir vonbrigðum og fréttum að til stæði að afhjúpa minnisvarðann sem nýbúið er að setja þarna upp fyrir tilstuðlan Kristínar Steinsd. sem skrifaði bók um Bjarna-Dísu !




Bókasafnið flytur í Rauða skólann !

Bæjarstjórnin tók þá ákvörðun s.l. haust að flytja bókasafn bæjarins í Herðubreið, yfir í rauða skólann. En plássið þar fyrir safnið er aðeins helmingur á við í Herðubreið, svo ég var önnum kafin í allan vetur við að grisja safnið, rýma til í geymslunni, svo allar gömlu bækurnar kæmust þar fyrir og fara með gömul gögn á Héraðsskjalasafnið. Geymslan er samt yfirfull ! Að lokum pakkaði ég svo niður öllum þeim bókum sem eiga að flytja í skólann og nú er komið að því að bera kassana á milli húsa af sjálfboðaliðum :)





Thursday, August 03, 2017

Hauststörfin framundan !

Við heimkomuna biðu ýmis störf eins og að slá garðinn sem var orðinn mjög loðinn. Það tók tíma því rigningardagar töfðu verkið. En merkilegt nokk, það eru komin þessi fínu ber, bæði aðalbláber og krækiber, svo ég dreif mig að tína og náði að safta hátt í 10 lítra. Bláberjanna njótum við hinsvegar sem eftirrétta með ís, ásamt öllum rauðu jarðarberjunum sem biðu okkar og hindberjum í gróðurhúsinu. Nokkrir rauðir tómatar biðu okkar líka, svo nóg var til að borða :)




Add caption

Á heimleið !

Þegar við komum til baka frá Noregi, stoppuðum við í nokkra daga hjá Bergþóri okkar og fjölskyldu og vorum mikið með barnabörnunum. Við fórum m.a. með Nínu á sýningu Brúðubílsins í Árbæ þar sem hátt í 3000 manns mættu. Einnig var mikið farið á leikvelli og fleira. Fórum líka til Ellu mágkonu í mat og hittum þar Hörpu mágkonu og Önnu Þorsteins, auk fjölskyldunnar. Þorsteinn Darri var nýbúinn að eiga afmæli og fékk því 2 gjafir og Nína fékk líka smágjafir í leiðinni :)





Noregsferð 2017

Við skruppum í 11 daga ferð til að heimsækja Jóhönnu okkar og fjölskyldu í Noregi. Þar biðu okkar næg verkefni til að dunda við, m.a. að tína ber, safta og sulta. Svo að pússa, lakka og mála bæði innan húss og utan. Svo fórum við í nokkrar skoðunarferðir m.a. að skoða eldgamlar "höggmyndir" á klettum nærri Fredriksstað sem við heimsóttum líka og snæddum á pizzastað nöfnu minnar. Einnig fórum við í heimsókn til Þrastar og co í Osló og áttum góðan dag með þeim. Við héldum líka uppá 40 ára brúðkaupsafmæli okkar og viðruðum daglega systurhundana Sif og Selmu og tíndum þá oft rauð hindber sem víða mátti sjá í nágrenni heimilis Jóhönnu og co. Veðrið var gott alla dagana og vel hlýtt :)