Thursday, August 03, 2017

Noregsferð 2017

Við skruppum í 11 daga ferð til að heimsækja Jóhönnu okkar og fjölskyldu í Noregi. Þar biðu okkar næg verkefni til að dunda við, m.a. að tína ber, safta og sulta. Svo að pússa, lakka og mála bæði innan húss og utan. Svo fórum við í nokkrar skoðunarferðir m.a. að skoða eldgamlar "höggmyndir" á klettum nærri Fredriksstað sem við heimsóttum líka og snæddum á pizzastað nöfnu minnar. Einnig fórum við í heimsókn til Þrastar og co í Osló og áttum góðan dag með þeim. Við héldum líka uppá 40 ára brúðkaupsafmæli okkar og viðruðum daglega systurhundana Sif og Selmu og tíndum þá oft rauð hindber sem víða mátti sjá í nágrenni heimilis Jóhönnu og co. Veðrið var gott alla dagana og vel hlýtt :)








No comments: