Dagana 23. og 24. júní rigndi heil ósköp hér á Seyðisfirði, svo allar fjallshlíðar urðu að rennandi lækjum og ám og Fjarðaráin var með stærsta móti og flæddi upp að lóðinni okkar.
Dagmálalækurinn flaut yfir götuna og inn í 3 nálæg hús, svo grafa þurfti skurði í götuna til að hleypa vatninu rétta leið en þá fór í sundur sjónvarps-síma og netkapall fyrir allt hverfið...
Ansi stór aur og grjótskriða féll út við endann á Norðursíld og skemmdi þar 2 hús. Flest hús við lónið sem hafa kjallara fengu flóð þar inn eins og oft hefur gerst áður.
Samt má segja að þetta hafi verið vel sloppið miðað við allt þetta vatnsmagn sem flaut hér til sjávar.
No comments:
Post a Comment