Monday, June 12, 2017

11 nátta ferð til Krítar...

Við ákváðum í vetur að láta loksins verða af því að skreppa til Krítar og keyptum okkur ferð með Heimsferðum 25. maí til 6. júní. Allt gekk vel og við vorum dugleg að fara í skoðunarferðir, nánast daglega, ýmist með jeppum, rútum, lestum eða bátum. Við heimsóttum klaustur, kirkjur, kirkjugarða, lítil þorp, ávaxtadali, bruggverksmiðjur, ólífuverksmiðju, gömlu borgarrústirnar í Knossos og safnið þar. Síðast en ekki síst fórum við í 2 smá siglingar út að eyjunum þar við ströndina og heimsóttum borgina Hania 3var sinnum, bæði í sól og regni.
Heimafólk var mjög yndælt og margt sem við höfðum ekki tíma til að skoða, slepptum m.a. ferð til Santorini, þar sem hún var mjög óhagstæð tímalega séð.
Hér koma nokkrar minningamyndir...

 Munkaklaustur þar sem 4 munkar voru búsettir...
 Kirkjugarður með þúsundum Þjóðverja frá seinni heimsstyrjöld.
 Bruggverksmiðja í kjallara, þar sem þjóðardrykkurinn Raki er bruggaður.
 Vínverksmiðja, þar sem unnin eru vín úr vínberjum eyjaskeggja...
Heimamenn stunda viðarkolabrennslu í stórum stíl að því virtist...
 Gamla borgin Knossos eftir uppgröftinn...
 Safnið með gömlu minjunum frá Knossos...
 Á leið í 2ja tíma siglingu...
 Hægt var að snorka og synda í volgum sjónum ef maður vildi....
Hafnarsvæðið í Hania skoðuðum við þrisvar ásamt miðbæ Hania...

No comments: