Við erum búin að fara 2 vinnuferðir norður í Bjarmaland í ágúst og september, til að setja upp sólarsellu og inniljós í fyrri ferðinni, en straumbreyti og fleira í þeirri síðari. Við fengum rigningu í bæði skiptin en þó var frekar hlýtt í veðri. En engan silung fengum í matinn, kíllinn var tómur og lítið vatn bæði þar og úti í Hafursstaðavatni... Gangnafólk var þarna á ferðinni í seinna skiptið.
No comments:
Post a Comment