Friday, February 23, 2018

2 vikur á Gran Canaria 2018

Þriðjudaginn 6. febrúar flugum við Rúnar öðru sinni saman til Gran Canaria og dvöldum á hótel Rondo í 2 vikur. Vorum vel staðsett, stutt frá Jumbo Center og miðsvæðis. Gengum mikið, sérstaklega fyrri vikuna, því hún var sólarlítil og óvenju svöl með norðanvindum. En seinni vikan var hlýrri og sólríkari og þá hægt að fara úr síðbuxum og flíspeysum.
Við fórum í nokkrar skoðunarferðir, mest á eiginum vegum, m.a. til Mogán og Las Palmas en það var Karnival í Las Palmas og mikið um að vera og markaðsdagur í Mogán og blíðuveður á báðum stöðum.  Fórum einnig að skoða einstakt frumbyggjasetur sem staðsett er á hæð rétt utan við Playa del Ingles. Smökkuðum þar rautt blóm af kaktus sem er mjög hægðalosandi ef maður borðar mörg blóm. Mikið þar um fugla og dýr og allt mjög snyrtilegt.
Einnig fórum við í fjallaferð með fararstjórum og vorum mjög heppin með veður í öllum þessum ferðum. Stutta sveitaferð fórum við líka, en þá var ansi kalt og lítið til að skoða.
Hittum líka mikið af fólki sem við þekktum, bæði Húsvíkinga, Seyðfirðinga og fleiri og notuðum tímann býsna vel, enda lítill tími sem fór í sólbað og nóg að skoða ef maður nennir því :)










No comments: