Í vetur hafa verið nokkrir flækingar fastagestir hjá okkur í garðinum, enda sækja þeir í ætið sem daglega er borið út fyrir þá og þeir launa manni með líflegri nærveru sinni.
Það eru Glóbrystingur og Hettusöngvari (kvk) sem hafa lengst dvalið hjá okkur, ásamt 3 gráþröstum og nokkrum svartþröstum.
Einnig birtist af og til ein Silkitoppa sem gleður augað í hvert sinn.
No comments:
Post a Comment