Sumir fuglar sem voru sjaldséðir hér áður fyrr, eru nú orðnir mest áberandi þegar að er gáð. T.d. Straumendur, Jaðrakanar og Óðinshanar. Gæsum fjölgar líka enn og Tjaldar eru áberandi á vorin, en aðrir fuglar eins og Lóur og Spóar sjást sjaldnar en áður, eða eru minna áberandi.... Kríur og Hettumáfar og fleiri máfar eru líka fyrirferðamiklir ásamt Æðarfuglum sem alltaf eru hér í hundraðatali. Ýmsar endur eru minna áberandi og t.d. Himbrimar eru aldrei margir, en sjást allt árið.
Tuesday, June 19, 2018
Gæsa örverpi !
Við leit að hettumáfseggjum, rakst ég á þetta gæsahreiður með litlu örverpi, sem örsjaldan sést í náttúrunni, helst hjá æðarfuglum, skv. því sem ég hef frétt.
Óvenju mikið er um fugla hér núna, sem er gleðilegt !
Subscribe to:
Posts (Atom)