Tuesday, June 19, 2018

Straumendur, jaðrakanar o.fl...

Sumir fuglar sem voru sjaldséðir hér áður fyrr, eru nú orðnir mest áberandi þegar að er gáð. T.d. Straumendur, Jaðrakanar og Óðinshanar. Gæsum fjölgar líka enn og Tjaldar eru áberandi á vorin, en aðrir fuglar eins og Lóur og Spóar sjást sjaldnar en áður, eða eru minna áberandi.... Kríur og Hettumáfar og fleiri máfar eru líka fyrirferðamiklir ásamt Æðarfuglum sem alltaf eru hér í hundraðatali. Ýmsar endur eru minna áberandi og t.d. Himbrimar eru aldrei margir, en sjást allt árið.



No comments: