Um miðjan okt. s.l. fór ég suður í aðgerð á vinstri öxlinni, sem olli mér endalausum sársauka og fötlun síðan ég datt um síðustu áramót. Nú eftir rúma 2 mánuði frá aðgerð er ég orðin nær sársaukalaus og farin að geta notað hendina við flest verk og finnst þetta algjör lúxus eftir langa bið eftir bata sem ekki gekk eftir, þar sem skaðinn var meiri en ég hélt og varð þess valdandi að ég sagði upp störfum, enda svefnlítil og þreytt alla daga !
Ég tók svo upp restina af gulrótunum í nóvember og var mjög sátt við uppskeruna, þó ég hafi séð hana betri áður 😄
Rúnar hinsvegar fór suður fyrir stuttu í ristilspeglun og komst að því að ekkert alvarlegt væri að, eins og ég var búin að kvíða fyrir að gæti verið að. Svo nú er hægt að halda gleðilega hátíð í friði og ró 💕
No comments:
Post a Comment