Það er árlegt að fá hingað erlenda flækingsfugla sem lenda í vindasömum lægðum og enda hér á landi. Það eru sem betur fer, býsna margir sem hafa gaman af að fylgjast með þeim og fóðra þá. Hér má sjá nýjustu flækingana hjá okkur, en það eru 2 gráhegrar, nokkrar silkitoppur, 2 gráþrestir og svartþrestir, auk litlu hettusöngvaranna. Þeir eru misfrekir á fóðrum og hver við annan, nema gráhegrar sjá um sig sjálfir og veiða silung úr ánni eða fisk við sjóinn.
Annar Gráhegrinn...
2 af Silkitoppunum sem eru hér
Einn af svartþröstunum.... karlfugl
Hettusöngvarafrú !
Annar freki gráþrösturinn !
No comments:
Post a Comment