Kórónaveiran (Covid 19) sem fyrst greindist í Kína, hefur nú tröllriðið mannkyninu í 3 mánuði og þúsundir manna látist víða um heim (þó aðeins 4 Íslendingar þegar þetta er ritað 6. apríl 2020.)
Við Rúnar höfum verið hér heima og lítið farið nema í búðir. Þó skrapp hann suður í eina viku til að passa barnabörnin fyrir Bergþór og Hildi, en ég var hér heima að passa hænurnar fyrir Önnu og Guðna sem voru stödd á Kanarí á sama tíma. En allir voru reknir heim og flestir eru í einangrun til öryggis, sérstaklega fólk á elliheimilum og spítölum o.s.frv....
No comments:
Post a Comment