Við ákváðum að drífa okkur suður í tæpa viku m.a. til að passa barnabörnin okkar einn daginn og úr varð að við fórum fimm saman að sjá eldgosið í Geldingadölum. Gönguleiðin var nokkuð löng og strembin á köflum, en það var fyrirhafnarinnar virði og mjög sérstakt að sjá eldgos í svona miklu návígi. Við vorum boðin í mat til Helgu Bjargar og svo í fjölskylduveislu hjá Ellu + Árna. Við ókum norðurleiðina suður (og gistum á Húsavík) en fórum suðurleiðina heim og sáum þá gæf hreindýr, fleiri hundruð Helsingja við Jökulsárlónið og síðast en ekki síst, mórauða tófu á veginum nærri Höfn.
No comments:
Post a Comment